Um okkur

Sigtún - BOOK NOW Gistiheimilið Sigtún er ákaflega hlýlegt og fallegt hús. Húsið hefur mikla sál, segja gestir sem á Gistiheimilinu hafa búið. Húsið var byggt um miðbik síðustu aldar, og allt endurgert árið 2006. Gistiheimilið Sigtún stendur við mjög fallega og rólega götu, en samt stutt í flesta þjónustu, matsölu- og skemmtistaði á Húsavík.

Nefna má, að aðeins einn km. er í góða sundlaug með mörgum mis heitum og hollum pottum, og Þrír km.(Fimm mínútna akstur) eru upp á Katlavöll (Golfvöll), sem er níu holu völlur og 70 par.

Herbergin, sem eru 1-3 manna eru, eins og áður segir nýuppgerð, ákaflega notaleg og fara ekki varhluta af þeirri ljúfu stemmingu sem fylgir þessu góða húsi. Í eldhúsinu fær fólk sér sjálft góðan morgunverð á hverjum morgni milli klukkan 07:30 og 10:00.

Endurnærandi gisting í fögru umhverfi Sigtúns ehf, notalegt viðmót þeirra sem þar ráða ríkjum, og góður morgunverður ætti að tryggja þér gott og afslappandi frí.

Sími. (+354) 864 4613 - gpg@gpg.is